staff
Alda Ragnheiður Sigurjónsdóttir
Yngri kjarni, Alda Ragnheiður, eða Ragga eins og við þekkjum hana, hefur unnið á Barnabóli frá því rétt eftir aldamót og er hún staðsett á Yngri kjarna með yngstu börn leikskólans. Ragga hefur rólega og dásamlega nærveru og börnin njóta þess að klára daginn með henni í kyrrð og ró.
  aldaragga@hjalli.is
staff
Guðbjörg Bryndís Viggósdóttir
Yngri kjarni, Guðbjörg eða Gógó er syngjandi fóstra á yngri kjarna. Gógó hefur starfað á Barnabóli síðan rétt um síðustu aldamóti. Hún er listakona mikil og skapandi í starfi. Börnin njóta þess að syngja hin ýsmu sönglög með henni. Gógó er einnig mikil útivistarkona og er einkar liðtæk í útikennslu yngstu barnanna.
  gogo@hjalli.is
staff
Guðlaug Grétarsdóttir
Guðlaug er leikskólakennari og lauk sínu námi árið 2006 frá HA. Hún á þó meiri reynslu í handraðanum því hún er lærður sjúkraliði. Áður en hún hóf störf á Barnabóli var hún dagmóðir en þá vinnu vann hún þegar dætur hennar tvær voru yngri. Á Barnabóli hefur hún tekið að sér mörg verkefni og í dag er hún í hlutastarfi og er verkefnastýra sérkennslu.
  gudlaug@hjalli.is
staff
Hrönn Dís Ástþórsdóttir
Yngri kjarni, Hrönn Dís flutti frá Akureyri til Skagastrandar sumarið 2014 og byrjað að vinna á Barnabóli um leið og Hjallastefnan var innleidd. Hún á þrjár yngri systur sem hafa fært henni góða reynslu af börnum sem hún nýtir vel í skólanum. Hrönn er hópstjóri á Yngri kjarna og leikur þar við hvern sinn fingur með stúlknahópinn sinn.
  hronndis@hjalli.is
staff
Lilja Guðlaug Ingólfsdóttir
Eldri kjarni, Lilja hóf störf á Barnabóli árið 1994, þá ný flutt til Skagastrandar og hefur starfað hér allar götur síðan. Hún skellti sér í nám á nýrri öld og árið 2007 útskrifaðist hún sem leikskólakennari en námið stundaði hún samhliða vinnu. Lilja er mikill söngfugl og nýtur sín best í söng og leik með stúlknahópnum sínum á Eldri kjarna. Lilja sér einnig um kennslu 5 ára barna.
  ling@hjalli.is
staff
María Ösp Ómarsdóttir
María Ösp er Reykjavíkurmær sem flutti á Skagaströnd árið 2010 eftir að hafa stundað nám í grunnskólakennarafræðum í Noregi. Hún kenndi við Höfðaskóla í 5 ár áður en hún hóf störf við Barnaból sumarið 2015. Í Höfðaskóla kenndi hún meðal annars list- og verkgreinar, var umsjónakennari og setti á fót Frístund árið 2012. María er dagstýra Barnabóls og er einnig með puttana í eldhúsinu.
  mariaosp@hjalli.is
staff
Sesselja Guðmundsdóttir
Eldri kjarni, Sesselja eða Sessý eins og hún er ávallt kölluð kom fyrst að skólanum okkar haustið 1988 en hefur verið hér samfellt síðan 1994. Hún skellti sér í háskólanám þegar hún var komin af unglingsárum og lauk B Ed gráður frá Háskóla Íslands 2007. Hún starfaði lengi á Yngri kjarna en hefur nú fært sig á þann Eldri og sinnir þar sérkennslu ásamt því að taka við drengjahóp seinnipart dags.
  sessyg@hjalli.is
staff
Sigríður Ólína Ásgeirsdóttir
Sigríður, eða Sigga eins og hún er ávalt kölluð hér á Barnabóli hefur verið viðloðandi starfið í áraraðir og sinnir afleysingum og hefur gert síðan 2007, en á árum áður var hún fastur starfsmaður hér á leikskólanum. Sigga hefur þann frábæra eiginleika að geta hoppað inn í hvaða starf sem er hér innanhúss og er alveg dásamlegt að eiga svona flotta konu að ef afleysingu vantar.
  sigridur.asgeirsdottir@hjalli.is
staff
Sigurbjörg Írena Rúnarsdóttir
Eldri kjarni, Sigurbjörg Írena eða Írena eins og hún er köllu hóf störf á Barnabóli um leið og Hjallastefnan lagði leið sína í skólann. Írena hefur víðtæka reynslu sem nýtist henni afar vel í skólanum, hún stýrði frístundastarfi í Höfðaskóla og var skólaliði í þeim góða skóla. Þá hefur hún framleitt súpur og er lærður sjúkraflutningamaður. Írena stundar nám við Leikskólaliðabrú Hjallastefnunnar í FG og útskrifast haustið 2017.
  irena@hjalli.is
staff
Silfá Sjöfn Árnadóttir
Silfá er matráður leikskólans og tók við þeirri stöðu haustið 2016. Hún útskrifaðist með stúdentspróf frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla árið 2015 og leggur í dag stund við nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og stefnir á útskrifast vorið 2019. Silfá er kröftug og hress ung kona og hefur sett svip sinn á starfið í eldhúsinu.
  silfasjofn@gmail.com
staff
Vigdís Birta Haraldsdóttir
Eldri kjarni, Vigdís Birta eða Birta eins og hún er ávallt kölluð hóf störf á Barnabóli í ágúst 2010. Birta á ættir að rekja vestur á firði, er kjarna kona og vann um tíma sem verkakona á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar sem og á frístundaheimili fyrir börn. Birta útskrifaðist sem leikskólaliði frá FG haustið 2016. Hún er hópstjóri á Eldri kjarna og kennir þar stúlkum ásamt því að sinna afleysingum á Yngri kjarna. Birta býr með sínum góða Kidda, þau eru barnlaus en eiga yndislegan hund.
  vbirta@hjalli.is
© 2016 - Karellen