Foreldrafélag

Foreldrafélag Barnabóls var stofnað árið 1977

Stjórn Foreldrafélags Barnabóls árið 2015-2016

 • Formaður: Ástrós Villa Vilhelmsdóttir ( astrosvilla@gmail.com )
 • Gjaldkeri: Runólfur Bjarni Gautason ( rl.runi@torg.is )

Stjórnarmeðlimir:

 • Þórey Fjóla Aradóttir ( thoreyaradottir89@hotmail.com )
 • Halla Björk Víðisdóttir ( halla_beibij@hotmail.com )
 • Sara Diljá Heimisdóttir ( saradilja@simnet.is )

Foreldrafélagið er samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í leikskólanum, koma á framfæri skoðunum foreldra við skólastjórnendur og sjá um að skipuleggja foreldrastarfið.

Hlutverk foreldrafélags:

 • Vera samstarfsvettvangur foreldra
 • Stuðla að góðum skólaanda m.a. með því að vinna að öflugu félagslífi í leikskólanum
 • Stuðla að auknum kynnum barna, foreldra og starfsmanna skólans
 • Koma á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra varðandi leikskólastarfið til skólastjórnenda og foreldraráðs

Verkefni foreldrafélaga:

 • Skipuleggja viðburði í samstarfi við leikskólann
 • Koma á umræðu- og fræðslufundum fyrir foreldra um uppeldis- og leikskólamál
 • Veita leikskólanum lið í að bæta aðstæður til leiks og náms
 • Sitja fundi með foreldraráði og skólastjórnendum um skólastarfið
 • Taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra á sínu svæði
 • Taka þátt í landssamtökum foreldra

Hverjir eru í foreldrafélagi?

Félagar í foreldrafélagi eru allir foreldrar og forráðamenn barna í leikskólanum. Stjórn foreldrafélags er kosin af foreldrum á árlegum aðalfundi félagsins að hausti. Í stjórn foreldrafélags eru kosnir fimm foreldrar. Ný stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi og tilnefnir formann, gjaldkera, ritara og meðstjórnendur.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Heimilis og skóla og í Handbók foreldraráða í leikskólum.

© 2016 - Karellen