Vináttulota

12. 02. 2018

Lota 5: Vinátta

  • Vináttulotan er þriðja stig félagsþjálfunar og fer fram í febrúar - mars.
  • Lykilhugtök eru: félagsskapur, umhyggja, nálægð, kærleikur.
  • Uppskeruvikan er kærleiksvika.


Vináttulotan er beint framhald af bæði samskipta- og jákvæðnilotunni og í reynd hástig þeirrar félagslegu jákvæðni sem þjálfuð hefur verið. Þar styrkjum við og eflum vináttu á allar lundir og vinaleikir s.s. leynivinaleikir barna- og fullorðinna eru skemmtilegt tækifæri. Einnig er mikilvægt að vinna með skilgreiningar á vináttunni, álit barnanna á vináttunni og hvað það þýðir að vera vinur eða vinkona. Umhyggjuæfingar geta verið fjölmargar og geta kjarnar og hópar æft umhyggju og tillitsemi sín á milli og gagnvart öðrum í skólasamfélaginu. Raunveruleikatengd verkefni væru til dæmis að vinna verk fyrir aðra í húsinu s.s. fyrir stoðþjónustuna og hjálpa öðrum á kjarnanum við t.d. frágang. Kennarar og nemendur vinna saman að því að skapa nálægð og kærleika á kjarnanum sínum, æfa snertingu s.s. faðmlög og þegar raðir fara milli staða er kjörið að hafa vinaraðir þar sem tvö og þrjú leiðast í stað einfaldrar raðar.

Viðburðir:

  • 14.febrúar: Öskudagur - í boði að mæta í búning og hópar fara út að syngja
  • 19.febrúar: Góu fagnað með heimsókn í Spákonuhof
  • 5.-7.mars: Foreldrasamtöl í leikskólanum
  • 21.mars: Foreldraráð fundar
  • 29.mars: Skírdagur - leikskóli lokaður
  • 30.mars: Föstudagurinn langi - leikskóli lokaður
  • 2.apríl: Annar í páskum - leikskóli lokaður

© 2016 - Karellen