Þrettándagleði

08. 01. 2018

Í dag kvöddum við jólin hér í Barnabóli með pompi og prakt. Foreldrum var boðið í heitt súkkulaði og peiparkökur fyrir framan leikskólann, kveikt var í báli og börnin sungu eins og englar nokkur vel valin lög. Hátíðarmatur var í boði í hádeginu, hangikjöt með kartöflum og uppstúf og börnum var frjálst að mæta í sparifatnaði í leikskólann og gerðu þau það mörg hver.

Jólin eru þá á enda runnin þetta árið og við tekur Jákvæðnilota núna út janúar og fram í febrúar.

© 2016 - Karellen