Þorrablót á Bóndadegi

19. 01. 2018

Í dag fögnuðum við komu þorrans og héldum þorrablót með öllu tilheyrandi. Börnin á Eldri Kjarna höfðu útbúið þorrakórónur og fána í tilefni dagsins sem var að sjálfsögðu sett upp við borðhaldið.

Öll börn leikskólans smökkuðu svo grísasultu, súra punga, sviðasultu, hákarl og súran lundabagga og voru skoðanir misjafnar á því hvort þetta væri góður matur eður ei, en með fengu þau grjónagraut og lifrapylsu svo öll voru þau södd og sæl eftir veisluna.

Við óskum bændum og bóndum til lukku með daginn og bjóðum þorran velkominn.

© 2016 - Karellen