Skipulagsdagur 3.mars

02. 03. 2017

Föstudaginn 3.mars munu starfskonur Barnabóls leggja upp í langferð og heimsækja Hólmasól á Akureyri og er leikskólinn því lokaður þann daginn.

Hólmasól er systurskóli Barnabóls og er Alfa Björk leikskólastjóri þeirra beggja og hún vinnur náið með Maríu Ösp að skipulagsvinnu tengdri starfsemi Barnabóls og er hennar leiðbeinandi.

Markmið ferðarinnar er að kynnast starfinu á Hólmasól betur, tengjast bæði starfsfólki og stjórnendum, dýpka skilning okkar á Hjallastefnustarfsháttum og að læra eitthvað nýtt.

Með þessum degi eru skipulagsdagar skólaársins foknir.

© 2016 - Karellen