Öskudagurinn

14. 02. 2018

Þá er aðal dagur ársins genginn í garð með þvílíkum látum. Já við ætlum rétt að vona að Öskudagurinn eigi ekki 18 bræður því hann lætur vel í sér heyra og rokið er svo mikið að ekkert er hægt að syngja um bæinn í dag. Við tókum veðrinu hins vegar fagnandi og héldum popp veislu og dansiball á kjörnum í stað þess að fara út að syngja og ætlum að reyna við það aftur á morgun.

Margar furðuverur voru í húsi í dag og kíkti skrítinn gulur kall á krakkana við mikinn fögnuð. Dagurinn er hinn gleðilegasti þrátt fyrir stórhríð og við vonum að við komumst út að syngja á morgun.

© 2016 - Karellen