Opið hús á morgun

05. 02. 2018

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6.febrúar ár hvert. Sú hefð hefur skapast í Barnabóli að bjóða upp á listasýningu í bankanum í tilefni dagsins og hafa börnin útbúið stórfínt listaverk í ár. Síðustu tvö ár höfum við svo opnað leikskólann öllum áhugasömum á þessum degi og bjóðum við ykkur velkomin að skoða starfið á milli kl. 09:00 - 10:00 og svo aftur í lok dags kl. 15:00 - 16:00.

Húrra fyrir leikskólum landsins og okkur hlakkar til að sjá ykkur.

© 2016 - Karellen