Magga Pála í heimsókn og foreldraspjall

19. 03. 2018

Við lok síðustu viku fengum við kæra vinkonu, hana Möggu Pálu okkar í heimsókn. Hún kom og hitti foreldra og starfsfólk á fimmtudagseftirmiðdegi og var svo með okkur fyrir hádegi í barnastarfi á kjörnum á föstudeginum. Það er alltaf gott og gaman að fá svona flotta heimsókn og þökkum Möggu fyrir komuna.

Í foreldraspjalli var farið um víðan völl og ræddum við allt á milli himins og jarðar er viðkemur starfinu í Barnabóli, s.s. flottum niðurstöðum úr foreldra og starfsmannakönnun ársins, skólaföt, uppeldisráð og bókina hennar Möggu (Gleðilegt uppeldi) ásamt því að kynna lítillega vinnustyttingarverkefni Hjallastefnunnar.

Vinnustyttingaverkefnið hefur það að markmiði að minnka fjarveru starfsfólks vegna álagstengdra veikinda, auka starfsánægju og gleði, gera fólki kleift að sinna persónulegum erindum utan vinnutíma og svo má lengi telja. Starfið sem slíkt mun ekki breitast, fyrir utan örlitla hliðrun á dagskipulagi sem við höfum verið að æfa okkur í frá áramótum og gengur ljómandi vel.

Írena okkar hóf störf aftur eftir fæðingarorlof í síðustu viku og við bjóðum hana innilega velkomna aftur. Hún mun halda utan um stúlkurnar í Bláa hóp með henni Birtu.


© 2016 - Karellen