Gleðilegt nýtt skólaár 2018-2019

07. 08. 2018

Kæru foreldrar og fjölskyldur - gleðilegt nýtt skólaár.

Við vonum að allir hafi náð að njóta sumarsins með börnunum og við bjóðum ykkur innilega velkomin aftur til leiks og starfa í Barnabóli.

Hér má sjá skóladagatal skólaársins 18-19

Á Yngri Kjarna stendur yfir aðlögun þessa dagana og við bjóðum nýja nemendur og foreldra innilega velkomin.

Næstkomandi miðvikudag, þann 15.ágúst verður foreldrafundur í Bjarmanesi eins og síðastliðin ár þar sem við munum fara yfir starf vetursins og svara spurningum. Að þeim fundi loknum tekur við aðalfundur foreldrafélagsins og eru allir foreldrar hvattir til þess að mæta og taka þátt.

Fundurinn í Bjarmanesi hefst klukkan 17.00 og við bjóðum upp á kaffi og smá bita með.

Þrátt fyrir blautt sumar þá höfum við trú á því að haustið verði dásamlegt og að við munum njóta þess að nýta fallega útisvæðið okkar og nærumhverfi eins mikið og hægt er. Hóllinn sem mótaður var í sumar er að koma vel undan allri rigningunni og verður gaman að byrja að leika í honum af fullum krafti.

Ef einhverjar spurningar vakna þá er um að gera að heyra í okkur.

Kærar kveðjur

María Ösp

© 2016 - Karellen