Foreldrafundur í Bjarmanesi

23. 08. 2017

Árlegur foreldrafundur var haldinn í Bjarmanesi í gær, þriðjudaginn 22.ágúst. Mjög vel var mætt á fundinn að vanda og farið var yfir skipulag starfsins í ár í stórum dráttum, breytingar á mönnun í húsi ræddar, kynjablöndun og fjölskylduframlag rætt svo eitthvað sé nefnt.

Vinkonur okkar þær Alfa Björk og Lína frá Hólmasól komu á fundinn og voru þær hæst ánægðar með að hitta foreldra, hrósuðu okkur fyrir frábæra mætingu og sögðu aðeins frá starfi foreldrafélags Hólmsólinga.

Þakka ykkur kæru foreldrar fyrir frábæran fund.

© 2016 - Karellen