Foreldrafundur í Bjarmanesi

16. 08. 2018

Fyrsti fundur skólaársins 18-19 var haldinn í gær í Bjarmanesi og var boðið upp á kaffisopa og kleinubita. Foreldrar tóku virkan þátt í umræðum og spurðu margra spurninga varðandi starfið.

Fundarefni

Kjarnar

 • Yngri: Gógó, Áslaug og Guðrún Olga með 2017 börn
 • Eldri: Lilja, Írena og Birta með 2016-2013
 • María og Sessý með miðhús og stoðþjónustu
 • Jenný Lind verður nemi hjá okkur út nóvember á Eldri Kjarna

Starfsfólk í námi

 • Áslaug í leikskólaliðanámi í Borgarholtsskóla
 • María og Lilja í stjórnunarnámi við Háskólann á Akureyri
 • þrjár lotur fyrir áramót og þrjár eftir áramót í viku í senn

Bráðaofnæmi hjá nemanda

 • Nemandi á Yngri Kjarna með bráðaofnæmi fyrir hnetum
 • Gott að hafa það í huga og senda börnin ekki með neitt með hnetum í leikskólann eða borða hnetur áður en þau koma í hús

Útisvæðið

 • Kærar þakkir fyrir aðstoðina í sumar

Spurningar

Í hvað fer foreldragjaldið?

 • Foreldragjaldið er 300 krónur á barn hver mánaðarmót og er rukkað inn með leikskólagjöldunum. Sá peningur er eign Foreldrafélagsins og er það félagsins að ákveða í hvað þeim er varið. Félagið ákveður hversu hátt gjaldið er og er það ákveðið á Aðalfundi.

Hvað er Þróunarsjóður?

 • Þróunarsjóður er valgreiðsla upp á 900 krónur á mánuði sem foreldrum er frjálst að greiða ef þau vilja styrkja starf skólans meira en ella. Þróunarsjóðurinn fer beint út í rekstur skólans og virkar svipað og Foreldraframlag að því leitinu til að foreldrar eru þá að leggja fram ákveðið framlag til styrkingu starfsins og koma þannig að þróun þess. Foreldraframlag (fjölskylduframlag) getur einnig verið margskonar t.d. að leysa af ef nauðsynlegt er vegna fáliðunar, að koma inn í skólastarfið og taka þátt í ákveðnum verkefnum með börnunum, að taka þátt í jólasöngfundi með því að spila á hljóðfæri, aðstoða við uppbyggingu útisvæðis og svo mætti lengi telja. Framlagið getur verið hvenær sem er og það er alltaf gaman að fá foreldra til þess að taka virkan þátt í starfi skólans og tengja þannig heimili og skóla á jákvæðan hátt.

Hvers vegna eru leikskólagjöldin svona há?

Gjöld fyrir vistun í leikskólanum eru ákvörðuð af sveitarfélaginu og fylgja þau ákveðnum breytum. Á meðan að leikskólaganga er ekki skyldunám þá er eðlilegt að foreldrar þurfi að greiða hluta af kostnaðinum sem fylgir rekstri leikskóla. Við erum hins vegar ekki dýrasti leikskólinn á þessu svæði en erum einhverstaðar fyrir miðju. Óskandi væri að skylda væri fyrir 5 ára börn að ganga í leikskóla og að síðasta árið væri gjaldfrjálst. Hins vegar eru ekki greidd full gjöld fyrir systkini, afsláttur er af dvalargjöldum fyrir annað barn í námi og ekkert dvalargjald er rukkað fyrir þriðja barn annað en fæðisgjald.

Kynning á Foreldraráði og óskað eftir foreldrum í ráðið

Ekkert foreldri bauð sig fram í Foreldraráð og óskum við því eftir foreldrum sem hafa áhuga á að sitja í því þetta skólaárið. Frekari upplýsingar er hægt að finna hér á heimasíðunni: http://barnabol.hjalli.is/Upplysingar/Foreldrarad

Lögbundið er að Foreldraráð sé virkt við leikskólann og því er mikilvægt að manna það sem fyrst.

Umræður um Foreldrafélagið

 • Lítill áhugi hefur verið á virku starfi Foreldrafélagsins og stjórn upplifir að eitthvað þurfi að breytast. Allir núverandi stjórnarmeðlimir eru að ganga úr stjórn núna á næsta Aðalfundi og vonast til þess að ný stjórn rífi upp starfið og verður það rætt á fundinum.

© 2016 - Karellen