Áræðnilota

10. 04. 2018

Lota 6: Áræðni

  • Áræðnilotan er þriðja stig einstaklingsþjálfunar og fer fram í mars-apríl.
  • Lykilhugtök eru: kjarkur, kraftur, virkni, frumkvæði.
  • Uppskeruvikan er frumkvöðlavika.

Þessari síðustu lotu kynjanámskrárinnar er ætlað að reka smiðshöggið á heildarstarf vetrarins hvað varðar persónuþroska, bæði í einstaklings- og félagslegu tilliti og skilning barnanna á fjölþættum eiginleikum og mannlegri hæfni. Hér reynir á áræðni, kjark og framkvæmdagleði en kjarkæfingarnar geta verið af ýmsum toga. Þar má nefna skólaferðina sem reynir svo sannarlega á kjarkinn, líkamlega áreynslu og íþróttir og svo að koma fram fyrir stórum hópi í tjáningu, dansi eða tónlist. Hér er fengist við leiðtogahæfileika og hæfni til að þora að standa fyrir máli sínu, til dæmis með rökræðum og heimspekilegri úrvinnslu. Frumkvæði er styrkt og fjallað vitsmunalega og verklega um möguleika nemenda til að hafa áhrif á umhverfi sitt með nýjum hugmyndum, nýjum lausnum, lýðræðislegum reglubreytingum og formlegum tillögugerðum til stofnanna og aðila sem hafa áhrif á líf okkar allra.

Viðburðir fram að sumarlokun:

18.apríl: Skipulagsdagur - leikskóli lokaður. Starfsfólk á námskeiði í Berlín (Leikur að Læra: www.leikuradlaera.is)

19.apríl: Sumardagurinn fyrsti - leikskóli lokaður

20.apríl: Skipulagsdagur - leikskóli lokaður. Starfsfólk á námskeiði í Berlín (Núvitund)

1.maí: Verkalýðsdagurinn - leikskóli lokaður

9.maí: Útskrift úr hópastarfi

10.maí: Uppstigningadagur - leikskóli lokaður

14.maí: Sumarstarf hefst

16.maí: Foreldrakaffi: Foreldrum er boðið í morgunkaffi á milli 8 og 9. Hafragrautur, kaffi og te í boði.

21.maí: Annar í hvítasunnu - leikskóli lokaður

30.maí - 1.júní: Útskriftarferð elstu barna í Skagabúð

13.júní: Karnival

6.júlí: Síðasti kennsludagur fyrir sumarfrí - leikskóli opnar aftur þriðjudaginn 7.ágúst

© 2016 - Karellen